Skýr skilaboð

Helgu í 4. sæti 

Skýr stefna stjórnmálamanna og flokka þarf að liggja fyrir þegar fólk gerir upp hug sinn varðandi það hvernig það vill sjá stjórnun landsins háttað. Þeir sem sækjast eftir umboði þjóðarinnar til að komast í aðstöðu til að móta strauma og stefnur samfélagsins gera það augljóslega á grundvelli sinnar stefnu og síns flokks. Meginþungi átaka og umræðna stjórnmálamann þarf því að hvíla á stefnumálum og því hvernig tekst til við að fylgja þeim eftir.

Frá stofnun Sjálfstæðisflokksins hefur hann haft grunngildi og vegvísa sem hann hefur byggt stefnu sína á. Frelsi og sjálfræði einstaklingsins er eitt þessara gilda og það á við í dag, eins og það átti við áður og mun eiga við í framtíð að hugmyndaauðgi og atorka einstaklinga er helsti drifkraftur framfara í samfélaginu.

Jafnréttishugsjón sem grundvallast á því að öllum landsmönnum sé tryggður réttur og sköpuð skilyrði til að þroska hæfileika sína og njóta þeirra er undirstaða í stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Kjörorðið stétt með stétt vísar einnig til þess að margbreytileiki mannlífsins, þar sem hæfileikar okkar, áhugi og geta eru mismunandi og á ólíkum sviðum þarf ekki að vera og er ekki ávísun á andstæða hagsmuni, hvorki milli stétta né kynja.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur allra flokka skýrast haft þá stefnu að ríkið sé til fyrir fólkið og ríkisvaldið sæki vald sitt til þess. Atvinnulífinu sé best borgið í höndum einstaklinga og samtaka þeirra nema í undantekningartilfellum.

Það er ávallt mikilvægt að halda þessum grundvallar gildum til haga og forðast að fara að ráðum skáldsins til ræðumanna.

„Þegar efnið

reynist rýrt

er ráð að tala

ekki skýrt  

 

Það er spennandi að fylgjast með prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og ánægjulegt að sjá þá sterku og málefnalegu umræðu sem almennt  hefur átt sér stað í undanfara prófkjörs.


mbl.is Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer vel af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband