Helga Þorbergs stefnir á þing!

     Helga Þorbergsdóttir

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í  4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Af því tilefni var fjölmiðlum send eftirfarandi tilkynning:

     Helga Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðingur í Vík gefur kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi við komandi þingkosningar.

     Helga er fædd árið 1959, hún bjó á bernskuárum í Bolungarvík, flutti á táningsaldri í Kópavog en hefur búið og starfað í Vík í Mýrdal frá árinu 1985. Maki; Sigurgeir Már Jensson læknir og eiga þau fjögur börn.

      Helga er varaþingmaður og  hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá síðasta landsfundi, sat í sveitarstjórn Mýrdalshrepps 1994-2002 og var oddviti sveitarstjórnar síðara kjörtímabilið. Hún hefur einnig gegnt trúnaðarstörfum á margvíslegum vettvangi lands- og héraðsmála.

     Helga hefur auk hjúkrunarfræðináms m.a. stundað nám í heilsuhagfræði, sálgæslu, stjórnun  og siðfræði. Helga stefnir á 4. sæti listans. 

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég skil eftir spor... Ég er búinn að lesa og á eftir að lesa meira ;)

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.10.2006 kl. 15:19

2 identicon

Hæ Helga amma! Gaman að sjá að þú ert byrjuð að blogga. Þetta er skemmtilegt framtak hjá þér! Við munum fylgjast vel með þér héðan úr Kaupmannahöfn. Hér eru búnar að vera þrumur og eldingar þrjá daga í röð og það hefur ekki einu sinni komið í fréttirnar!!! :-O Það hefði það sko gert heima! kveðjur, Atli, Svanlaug og Skarphéðinn Árni

Svanlaug og Atli (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 17:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband