Dagur prófkjörs

Þá er runninn upp prófkjörsdagur, bjartur og fagur. Frá Garðsskaga að Hvalnesi býr kraftmikið fólk helgatil sjávar og sveita. Ég hef á undanförnum vikum átt þess kost að hitta marga íbúa Suðurkjördæmis og það hefur verið mér bæði til gagns og gamans. Ég hef hitt fyrir traust og einlægt fólk sem hefur framtíðarsýn fyrir sig og sitt samfélag.

Væntingar íbúanna til stjórnmálamanna eru ekki síst þær að þeir vinni að því að móta reglur samfélagsins með þeim hætti að hver og einn fái notið kosta sinna í eigin þágu og samfélags síns og hafi færi á að skapa sér og sínum gott og innihaldsríkt líf.

Prófkjörsbaráttan hefur, eins og hún snýr að mér, farið vel fram og ég er sátt við minn hlut þar. Nú er að bíða úrslita og auðvitað vonast hver og einn frambjóðandi til að fá umboð kjósenda til að skipa það sæti sem eftir var sóst á lista sjálfstæðismanna fyrir næstu alþingiskosningar.

Mestu skiptir að listinn verði sigurstranglegur og líklegur til að tryggja gott fylgi í þá vinnu sem fyrir liggur til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband