Styttist í prófkjör

Nú styttist í að sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi velji úr hópi frambjóðenda í prófkjöri þá sem þeir treysta best til að vinna að hagsmunamálum fólksins í kjördæminu og landinu öllu. Helgu á þing

Það er margt spáð og spekúlerað í kringum prófkjör en það sýnir sig að það á við hér sem annarsstaðar að það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Woundering

Það er þó alveg ljóst að þegar úrslit liggja fyrir verða menn mis sáttir við sinn hlut. Þrettán frambjóðendur sækjast eftir fimm sætum. Það þarf ekki spádómsgáfu til að sjá að ekki munu allir ná settu marki. 

Prófkjörsbaráttan hefur í mínum huga verið skemmtileg og fræðandi. Ég hef hitt og kynnst fjölda fólks og fengið að heyra hvað brennur á íbúum kjördæmisins, til sjávar og sveita.

Það hefur verið mér dýrmæt reynsla að fá ótrúlega margar upphringingar frá fólki víðsvegar úr kjördæminu, sem styður mig og er tilbúið til að aðstoða mig í framboðsbröltinu.

Það er ómetanlegt að eiga gott heimaland. Fólkið hér heima hefur svo sannarlega verið styðjandi og hvetjandi, svo ekki sé minnst á vinnu sem lögð hefur verið að mörkum.

Á morgun verður kosningakaffi á Halldórskaffi kl. 14-17. Hittumst þar! Smile


mbl.is 13 í framboði hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband