2.10.2006 | 14:14
Byrjuð að blogga
Þá er ég byrjuð að blogga. Sá gjörningur tengist þátttöku minni í væntanlegu prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Mér sýnist þessi vettvangur góður til að koma mínum hugleiðingum og skoðunum á framfæri. Jafnframt væri af því bæði gagn og gaman að þeir sem líta hér við geri vart við komu sína.
Það er í raun eðlilegt framhald á þáttöku minni í stjórnmálum að gefa kost á mér í prófkjörinu og þessari ákvörðun minni fylgir sú vitund að nái ég kjöri felur það í sér að vera málsvari breiðrar fylkingar fólks víðsvegar að úr kjördæminu og sú skylda að vinna að framgangi mála er varða þess hag. Hér til hliðar er að finna nánari upplýsingar um mig og minn feril, myndir af ýmsu tagi, greinar og upplýsingar um hvernig er hægt að ná á mér, en ein besta leiðin er í gegnum netfangið mitt: helga@sudurland.is. Þá eru einnig tenglar á hin ýmsu sveitarfélög í suðurkjördæmi, fréttamiðla og aðra bloggara.
Takk fyrir komuna og vertu velkomin/n aftur!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.