Kraftmikið Kjördæmisþing

Uppsveitir Árnessýslu skörtuðu sínu fegursta þegar sjálfstæðismenn fjölmenntu að hótel Geysi á aðalfund kjördæmisráðs. Móttökur á hótelinu rímuðu við veðrið og voru í alla staði húsráðendum til sóma og gestum til gleði og góða. Í þessari ágætu umgjörð fór fram kröftugt þing, þar sem menn stilltu saman strengi, ákvörðun var tekin um að halda prófkjör þannn 11.11. nk. og það er til marks um grósku og góðan hug í flokknum hve margir hafa þegar tilkynnt um þátttöku í prófkjörinu. Sjálf hef ég lýst því yfir að ég sækist eftir fjórða sæti listans.

Formaður flokksins Geir H Haarde, eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður sátu þingið og var það enn til að bæta góðan brag. Að loknu þingi var komið við í kirkju Björns bónda í Úthlíð, það er einstök bygging og sérstaklega gott að koma þar inn og eiga þar stund. Það þarf enginn að velkjast í vafa um að sjálfstæðismenn komu til síns heima tilbúnir í vinnuna framundan fyrir sterkt Suðurkjördæmi.


mbl.is Sjálfstæðismenn á Suðurlandi með prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Harpa Elín

Frábært framtak og til hamingju með síðuna!

Það verður gaman að fylgjast með þér hérna, enda greinilega nóg að gera. Mjög góð greinin sem þú hefur sett inn, þessi um sjálfstæða hugsun og erindi samviskunnar.

Hugsa til þín og ykkar allra!

Kossar frá Nicaragua

Harpa Elín, 2.10.2006 kl. 21:07

2 identicon

Hæ, gaman að fá heimsókn í dag!

Gangi þér vel

Óli B (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband