Langur dagur og talsverð tíðindi.

 Helga Þorbergsdóttir

 Var að koma heim eftir dágóðan dag. Fór í mitt daglega sund um sjöleytið og sinnti svo skemmtilegum skylduverkum áður en ég lagði af stað til Reykjavíkur á fund miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins.

Það hljóta að teljast talsverð tíðindi að Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri flokksins til 26 ára lætur af störfum á næstunni og við tekur ungur maður; Andri Óttarsson.

Ég hef ekki kynnst Kjartani náið en það þarf ekki að dyljast neinum að hann hefur verið farsæll í störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Andri hefur verið virkur í starfi ungra sjálfstæðismanna og  öflugur penni á deiglunni.is. Hann fær nú gott tækifæri til að láta enn frekar til sín taka. 

Lagði lykkju á leið mína heim og hitti gott fólk, kem því seint heim.

Hlustaði á rás 1 þar sem forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Geir mæltist vel, svo sem  hans var von og vísan.

Finnst það mikilvægt að í umræðum um stjórnmál leggi menn áherslu á, fyrir hvað þeir standa fremur en misjafnlega vel ígrundað hnútukast. Það er vandi að vera í stjórnarandstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband