8.10.2006 | 20:38
Umræður um framtíðarsýn
Veigamikið hlutverk stjórmálamanna er að móta stefnu, kynna hana fyrir fólkinu í landinu og, fái þeir til þess umboð, framfylgja henni.
Það liggur í augum uppi að slík stefnumörkun er til framtíðar og þar koma fram þær hugmyndir og hugsjónir sem viðkomandi stjórnmálamaður hefur.Það getur verið grundvallarmunur á því hvernig stjórnmálamenn nálgast það að setja fram stefnu sína og framtíðarsýn.
Góð leið er að kynna hvernig umhverfi og jarðveg stjórnmálamaðurinn vill skapa svo fólkið í landinu geti á eigin forsendum nýtt frumkvæði sitt og kraft við að skapa sér og samborgurum sínum þá framtíð sem það óskar að búa í.
Í skýrri grundvallar stefnumörkun felst sú sýn sem byggjandi er á til langrar framtíðar.
Á fjögurra ára fresti gefst svo dýrmætt tækifæri til að gefa stefnunni og stjórnmálamönnunum einkunn, fyrir hvernig sú stefna sem sett er til framtíðar, reynist í nútíð og er metin í fortíð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2006 kl. 13:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.