Gamalt og nýtt.

 Vík og Helga

Um daginn var ég að leita í bókahillunum að einhverju til að glugga í. Fyrir mér varð ritið Um vináttuna eftir Marcus Tullius Cicero, sem gefið var út á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags árið 1995. 

Cicero var rómverji sem var uppi á fyrstu öld fyrir Krist. Hann helgaði líf sitt stjórnmálum en var jafnframt merkur heimspekingur.

Ég hafði bæði gagn og gaman af að lesa þessa fornu speki og leyfi mér að vitna örstutt í hana hér á þessari bloggsíðu nútímans.

Eftir Cicero liggja merk rit bæði um stjórnspeki og mælskulist. Í samræðunni Um ræðumanninn ræðir hann meðal annars „þá kröfu heimspekinga að ræðumenn styðjist við þekkingu á viðfangsefni sínu og tali af heilindum en ekki af vanþekkingu eða gegn betri vitund aðeins til að sannfæra áheyrendur.“(Úr inngangi bls. 14). 

Um vináttuna segir Cicero m.a. „Við skulum því láta það vera fyrsta lögmál vináttunnar að við förum þess aðeins á leit við vini okkar sem heiðvirt er og gerum það eitt fyrir þá sem heiðvirt má teljast. Bíðum þess jafnvel ekki að vera beðnir heldur verum ávallt boðnir og búnir og aldrei hikandi. Okkur ber að þora að gefa góð ráð af hreinskilni því í vináttu er mest um vert að báðir aðilar séu hollráðir.“ (bls. 86)

Það er erfitt að bæta einhverju við strax eftir þennan texta svo ég læt hér staðar numið í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sael elsku Helga.
Gaman ad vita hvort thu hefur fengìd postinn fra okkur.
Kvedja,
Halli og Gulla Tenerife
Svar sendist a: srhmk@simnet.is

Haraldur M. Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband