FUNDUM LOKIÐ.

Nú er lokið sameiginlegum fundum frambjóðenda. Síðustu fundirnir voru í Reykjanesbæ og í Árborg.Helgu á þing Báðir fundir voru vel sóttir og skemmtilegir. Fjörugar umræður og fyrirspurnir. Allstaðar eru heilbrigðismálin fólki hugleikin. Það kemur ekki á óvart því þessi málaflokkur er ein af þeim stoðum sveitarfélaganna sem þurfa að vera styrkar og aðgengi að þjónustunni gott.

Það má raunar segja að velferðarmálin almennt beri oft á góma. Aðstæður ungra fjölskyldna og aðstæður aldraðra  og það hvernig megi sem best búa hópum tækifæri til góðra daga.

Þegar ég var á Selfossi hafði nýlega verið útvarpað viðtali við þingmann Frjálslynda flokksins um stöðu mála varðandi innflytjendur til landsins. Þetta viðtal hafði vakið nokkra athygli og komu þessi mál nokkuð til umræðu á þeim fundi.´Ég hef rætt nokkuð um málefni sem tengjast innflytjendum og var þá að leggja áherslu á mikilvægi þess að þeir fengju góða tungumálakennslu og gætu þannig samlagast okkur sem fyrir erum og tekið þátt í samfélaginu á eigin forsendum.

Varðandi það upphlaup sem varð með viðtalinu við hinn frjálslynda þingmann tel ég að afar mikilvægt sé að láta þessa umræðu ekki lenda í skotgröfum þar sem menn ýmist sækja eða verjast. Þetta er nauðsynleg umræða sem um leið er auðvelt að leið út á vondar brautir, við skulum vanda okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband