Að nýta og njóta

 Ég sá á vef Víkurfrétta að Hitaveita Suðurnesja og Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa undirritað samning um verndun náttúru og fornra þjóðleiða á Reykjanesi.. ÍGönguferð fréttinni kemur fram að göngustígarnir sem um ræðir eru um 240 km langir auk Reykjavegarins sem er um 114 km. 

Hitaveita Suðurnesja skuldbindur sig til að fjármagna viðhald og endurbætur á þessum fornu gönguleiðum, sem sumar hafa verið notaðar allt frá landnámi.  Jafnframt er lögð á það áhersla að þar sem framkvæmda sé þörf skuli áhersla lögð á að umhverfisrask verði sem minnst og mannvirki utan þéttbýlis svo lítið áberandi sem kostur er.

Það fer vel á því að fyrirtæki í orkugeiranum sem byggja starfsemi sína á auðlindum náttúrunnar gangi fram fyrir skjöldu á þennan hátt.  

Mér sýnist hér lögð áhersla á mikilvægi þess að bæði megi nýta gæði nátúrunnar og njóta þeirra á marga vegu. . Þegar talað er um að nýta auðlindir náttúrunnar er almennt átt við það að orka hennar er beisluð svo við mennirnir getum notið hennar í formi betri aðstæðna og lífskjara. Við sem nú lifum þurfum að vanda okkur og tryggja að við rýrum ekki möguleika komandi kynslóða til hins sama.  

Flestir þekkja þá góðu tilfinningu sem fylgir því að njóta hreyfingar eða bara dvalar úti í náttúrunni og æ fleiri vilja nýta sér hana á þann hátt. Að vera einn með sjálfum sér og finna sig hluta af nátúrunni er ein mikilvæg birtingarmynd nýtingar. Það finna ekki síður þeir sem telja að vel geti farið saman skynsamleg nýting og verndun en þeir sem ganga hvað lengst gegn hverskonar beislun náttúruaflanna.

Ég hlakka til að ganga eftir stígnum á Reykjanesi og synda svo í volgu vatninu úr iðrum jarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Gaman að koma hér inn og skoða bloggið hjá þér. Gangi þér vel. kveðja Sigrún

Sigrún Sæmundsdóttir, 12.10.2006 kl. 23:45

2 Smámynd: Harpa Elín

Og ég hlakka til að ganga með þér eftir stígnum á Reykjanesi!

Harpa Elín, 13.10.2006 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband