Með menntun

 Vík og Helga

Stúdentaráð Háskóla Íslands stóð í gær fyrir meðmælum undir yfirskriftinni Vér meðmælum öll. Þetta er góð tilbreyting frá því sem við eigum að venjast þegar menn vilja vekja athygli á málstað og/eða málefnum sem þeir berjast fyrir. Ég man í fljótu bragði ekki eftir öðrum meðmælagöngum að undanförnu. Það fer vel á því að þeir sem vilja berjast fyrir menntun og þar með virkjun mannauðsins nálgist viðfangsefnið á jákvæðum nótum og frumlegum.

Mannauðurinn er auðlind sem, ólíkt öðrum auðlindum, flestir eru sammála um að sjálfsagt og nauðsynlegt sé að virkja og nýta. Hver og einn er best til þess fallinn að virkja eigin auð, sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta. Í því sambandi er menntun, í víðum skilningi þess orðs, undirstaða.

Aðgangur að örvandi umhverfi og góðri menntun sem tekur tillit til þarfa og áhugasviðs einstaklinganna er ein besta leiðin til að gefa okkur tækifæri til að nýta eigin auð.


mbl.is Stúdentar meðmæltu á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband