Mörg tækifæri.

     Heilbrigðismál eru undirstöðumálaflokkur í hverju samfélagi og sá lagarammi sem um þau er settur,Vík og Helga skiptir höfuðmáli við grunnskipulag og framkvæmd þjónustunnar. Mikilvægt er að kostur gefist  á fjölbreyttu rekstrarformi sem best þjónar þörfum fólksins í landinu og gefur því fólki sem þar starfar tækifæri á nýta frumkvæði sitt, þekkingu og krafta. Á vef Heilbrigðis-  og tryggingamálaráðuneytisins eru nú aðgengileg drög að frumvarpi til laga um heilbrigðisþjónustu.           

Samhliða því að við hugum að okkar innra kerfi og hvernig því verður best fyrirkomið eigum við að nýta þær aðstæður, þann kraft og þá þekkingu sem býr í íslensku heilbrigðiskerfi og sækja í auknum mæli á ný mið. Sú sókn er raunar þegar hafin og gott dæmi um það er sú starfsemi sem kennd er við Bláa lónið . Þar er fléttað saman auði náttúrunnar og mannauðnum og útkoman er eftirsótt þjónusta sem fólk af mörgu þjóðerni sækir í sér til heilsubótar. Möguleikar á þessu sviði liggja nánast við hvert fótmál.             

Sú hugmynd að tengja nýtingu náttúruauðlindanna, ósnertra sem beislaðra, þeirri aðstöðu, þjónustu, þekkingu og krafti sem býr innan heilbrigðiskerfisins er álitlegur kostur. Innan ferðaþjónustunnar blasa tækifærin á þessu sviði við hvort sem er í tengslum við fagfólk eða án slíkra tengsla og þá á öðrum forsendum.          

Í Suðurkjördæmi eru þrjár heilbrigðisstofnanir sem veita almenna sjúkrahúsþjónustu, þar eru skurðstofur og tilheyrandi stoðþjónusta. Þessar stofnanir eru í Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum og  Árborg. Auk þess er vísir að slíkri þjónustu á Höfn. Nýta þarf  möguleika á að gera samninga við heilbrigðisstarfsmenn um aukna notkun allrar þessarar aðstöðu. Í liðnu samfélagi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var rekið sjúkrahús sem nú bíður nýrra verkefna.           

Í þessu sambandi blasir við að auk hefðbundinnar aðstöðu innan stofnana eru sundlaugar, golfvellir, gönguleiðir, jökullinn, fjaran og fjallið kjörstaðir til andlegrar og líkamlegrar endurhæfingar.  Það er tækifæri til að sækja fram og markaðssetja íslenska heilbrigðisþjónustu erlendis. Það eflir þjónustuna faglega, fjárhagslega og sem atvinnuveg og gerir henni betur kleift að þjóna landsmönnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð!:)
vona að allt gangi vel! Hlakka til að sjá þig!
Kveðja, Maggs:****

Maggs (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband