Góður fundur á Hornafirði

 Helgu í 4. sæti

Í gær ók ég sem leið lá frá Vík áleiðis til Hornafjarðar á sameiginlegan fund frambjóðenda í prófkjöri sjálfstæðismanna. Í Vík var hlýtt en dimmt yfir og regn. Eftir því sem austar dró létti til og við stöllurnar, Guðný Guðnadóttir formaður félags eldri borgara í minni sveit og ég, nutum hins fagra útsýnis sem við blasir á þessari leið. Misstum tölu á einbreiðum brúm á leiðinni, bæði vegna útsýnis og fjörugra samræðna

Borðaði gómsætan humar á kaffihorninu hjá Ingólfi, en Guðný fékk ýsu sem hún mælir eindregið með! Síðan var fundur í pakkhúsinu á Höfn. Pakkhúsið er skemmtilegt hús niður við höfnina og eins og nafnið gefur til kynna gegndi það áður öðru hlutverki en því að vera formlegur fundarsalur. Hornfirðingar hafa farið þá leið í því að gera húsið upp að láta gamlar fjalir halda sér og ég fann góðan andblæ liðinna tíma í húsinu, þetta mun enda vera eitt elsta húsið á Hornafirði. Það mun upphaflega hafa verið flutt frá Papósi sem var á fyrri öldum verslunarstaður Skaftfellinga.

 

Á fundinn mættu á fimmta tug heimamanna, en fundurinn var með því óhefðbundnu sniði að heimamenn skiptust upp í hópa jafn marga frambjóðendum og þannig fengu allir tækifæri til að skiptast á skoðunum í návígi og gaf það glögga mynd af hugmyndum Hornfirðinga. Það er hugur í heimamönnum á Hornafirði og þeir hafa dug og afl í sókn, líkt og verið hefur um aldaskeið. Tímarnir breytast og mennirnir með, og er þaðHornafjarðarfundur greinilegt á þessu svæði! Útgerðin og vinnsla sjávarfangs hefur í gegnum tíðina verið undirstaða atvinnulífs á Höfn. Ferðaþjónusta og þeir möguleikar sem Vatnajökulsþjóðgarður gefur færa nýjar víddir í frjóa hugsun samfélagsins eystra. Menn eystra hafa þó nokkrar áhyggjur af stoðum samfélagsinsm, þrátt fyrir sókn heimamanna. Það er því ástæða til að huga að störfum á vegum hins opinbera og svo forræði heimamanna á málefnum er varða þeirra hag.

Þess ber að geta að Hornfirðingar hafa sýnt framsýni og dug, meðal annars með því að taka yfir þjónustu á vegum heilbrigðiskerfisins og málefna fatlaðra. Þar má margt af þeim læra.

Ég vil þakka Hornfirðingum kærlega fyrir góðan fund og það verður að segjast að ég hlakka til að eiga samvinnu við heimamenn á komandi tímum því þar finn ég kjark, djörfung og hug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband