Fundir frambjóðenda

Var að koma af skemmtilegum og góðum fundi hér í Vík.IMG_0753 Miðvikudagskvöld eru reyndar æfingakvöld hjá kirkjukórnum í Vík og nú voru allir kirkjukórarnir í hreppnum og kvennakórinn að æfa saman fyrir Allra heilagra messu n.k. sunnudag. Þannig að það voru margir uppteknir við raddþjálfun, sem annars hefðu komið á fund. Eigi að síður var vel mætt og afar dýrmætt að finna þann eindregna og góða hug og stuðning sem ég á hér í heimabyggð.

Nú taka við sameiginlegir fundir frambjóðenda og verða þeir sem hér segir:

2. nóv. kl. 20:00 Pakkhúsið Höfn

4. nóv. kl. 16:00 Árhús Hellu

5. nóv. kl. 16:00 Akogeshúsið Vestmannaeyjum

6. nóv. kl. 20:00 Stapi Reykjanesbæ

7. nóv. kl. 20:00  Hótel Selfoss Árborg

Auk þessara funda ætla ég mér að fá lækninn til að „leysa mig af" í vinnunni svo ég hafi tækifæri til að vera meira á ferðinni um kjördæmið og hitta mann og annan. Vösk sveit heimamanna hér heima er tilbúin í vinnu fyrir mig, auk þess fæ ég góð símtöl og pósta allstaðar að úr kjördæminu, af því er aldrei of mikið.

Guðný Guðnadóttir formaður félags eldri borgara í Mýrdalshreppi ætlar að fara með mér á Höfn, svo ég hef góðan félagsskap á leiðinni þangað. IMG_0749

Ég hlakka til þessara funda, því hvernig sem allt veltist og fer, finnst mér af því bæði mikið gagn og gaman að fá tækifæri til að hitta fólk á hinum ýmsu stöðum og ræða þau mál sem efst eru á baugi. Það er kraftur í sjálfstæðismönnum í Suðurkjördæmi í aðdraganda prófkjörs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband